þriðjudagur, desember 30, 2003
Nú er einhver fjandinn hlaupinn í letrið - bið þau hjón að líta á það þegar þau koma heim!
já það þetta reddaðist........
Óttar
já það þetta reddaðist........
Óttar
Heil og sæl!
Undanfariö hef ég verið að læra að skrifa “blogg” í Word og “kópía” svo og “peista” inn á “bloggið” og á þá ekki á hættu að missa tilskrifin út í veður og vind. Held ég þá að ég hafi lokið BLO 102! Ég er enn í veldi Dana og verð það fram yfir áramót – fer heim þann 3. janúar á nýju ári. Í gær fórum við í íslenska jólamessu í Sönder-Tranders kirke. Það var ansi mikið fjör. Prestur, sr. Þórir Jökull, mætti klukkutíma of seint v. misskilnings og voru þá yngstu kirkjugestir búnir með sinn kvóta af þolinmæði og rúmlega það. Prestur lét það ekki á sig fá og messaði í gegnum grát og org – og sleppti engu úr. Verður það að teljast mikil karlmennska svo ekki sé meira sagt. Á eftir var “jólatré” hjá Íslendingafélaginu. Stjórninni hafði tekist að útvega sal með timburgólfi á annarri hæð (förste sal) og fékkst þannig góður hljómbotn fyrir lakkskóatramp og hlaup yngstu kynslóðarinnar. Einhvern tímann varpaði Lilla fram þeirri fyrirspurn hvort einhverjir hefðu í raun og veru gaman af jólatrésskemmtunum! Ég held að það sé tímabært að Félagsvísindastofnun eða Gallup kanni það mál og það heldur fyrr en síðar. Mig hefur reyndar lengi grunað að jólasveinarnir hefðu lúmskt gaman af þessu en jólasveinunum hjá Íslandingafélaginu í Álaborg var ekki skemmt! Þeir voru ósköp dauflegir, blessaðir, sögðu ekki orð og þumbuðust svona með hangandi hendi í kringum jólatréð. Þura stjórnaði náttúrulega dansinum í kringum jólatréð og leiddi prestinn! Jóhann Þuruson var mjög hneykslaður á jólasveinunum og sagði við mömmu sína: “Þetta voru ekki alvöru-jólasveinar, mamma, þetta voru bara menn!”
En meðal annarra orða – eru börn nú á dögum óþægari en börn sem ólust upp svona upp úr miðri síðustu öld! Mig minnir endilega að við höfum verið “prúð og frjálsleg í fasi” og sýnt fullorðnu fólki tilhlýðilega virðingu (!) – en því er ekki að heilsa með “den yngste generation”. Þetta orgar, hrækir, sparkar og ullar framan í guð og menn ef svo mætti segja og gengur bæði aftur og fram af manni. En nóg um það.
Þá eru áramótin framundan með öllu sem þeim tilheyrir. Hér í Rebildparken er búið að sprengjuvæða heimilið og freyðivínið bíður í rekkanum. Í dag eða á morgun fáum við okkur svo kannski kransaköku en það er áramótahefð fyrir því hér í DK.
Þetta verða seinustu jól og áramót þeirra (og mæín) hér í Rebildparken því að fjölskyldan er búin að festa kaup á raðhúsi að Stekkjarhvammi 29 í Hafnarfirði og stefnir að heimflutningi snemma á nýju ári. Húsið hér verður því selt – með eftirsjá - en horft með bjartsýni til nýrra tíma og tækifæra. Sem sagt gott!
Gleðilegt nýár og þökk fyrir gamalt og gott!
Guðsblessun - Óttar
Undanfariö hef ég verið að læra að skrifa “blogg” í Word og “kópía” svo og “peista” inn á “bloggið” og á þá ekki á hættu að missa tilskrifin út í veður og vind. Held ég þá að ég hafi lokið BLO 102! Ég er enn í veldi Dana og verð það fram yfir áramót – fer heim þann 3. janúar á nýju ári. Í gær fórum við í íslenska jólamessu í Sönder-Tranders kirke. Það var ansi mikið fjör. Prestur, sr. Þórir Jökull, mætti klukkutíma of seint v. misskilnings og voru þá yngstu kirkjugestir búnir með sinn kvóta af þolinmæði og rúmlega það. Prestur lét það ekki á sig fá og messaði í gegnum grát og org – og sleppti engu úr. Verður það að teljast mikil karlmennska svo ekki sé meira sagt. Á eftir var “jólatré” hjá Íslendingafélaginu. Stjórninni hafði tekist að útvega sal með timburgólfi á annarri hæð (förste sal) og fékkst þannig góður hljómbotn fyrir lakkskóatramp og hlaup yngstu kynslóðarinnar. Einhvern tímann varpaði Lilla fram þeirri fyrirspurn hvort einhverjir hefðu í raun og veru gaman af jólatrésskemmtunum! Ég held að það sé tímabært að Félagsvísindastofnun eða Gallup kanni það mál og það heldur fyrr en síðar. Mig hefur reyndar lengi grunað að jólasveinarnir hefðu lúmskt gaman af þessu en jólasveinunum hjá Íslandingafélaginu í Álaborg var ekki skemmt! Þeir voru ósköp dauflegir, blessaðir, sögðu ekki orð og þumbuðust svona með hangandi hendi í kringum jólatréð. Þura stjórnaði náttúrulega dansinum í kringum jólatréð og leiddi prestinn! Jóhann Þuruson var mjög hneykslaður á jólasveinunum og sagði við mömmu sína: “Þetta voru ekki alvöru-jólasveinar, mamma, þetta voru bara menn!”
En meðal annarra orða – eru börn nú á dögum óþægari en börn sem ólust upp svona upp úr miðri síðustu öld! Mig minnir endilega að við höfum verið “prúð og frjálsleg í fasi” og sýnt fullorðnu fólki tilhlýðilega virðingu (!) – en því er ekki að heilsa með “den yngste generation”. Þetta orgar, hrækir, sparkar og ullar framan í guð og menn ef svo mætti segja og gengur bæði aftur og fram af manni. En nóg um það.
Þá eru áramótin framundan með öllu sem þeim tilheyrir. Hér í Rebildparken er búið að sprengjuvæða heimilið og freyðivínið bíður í rekkanum. Í dag eða á morgun fáum við okkur svo kannski kransaköku en það er áramótahefð fyrir því hér í DK.
Þetta verða seinustu jól og áramót þeirra (og mæín) hér í Rebildparken því að fjölskyldan er búin að festa kaup á raðhúsi að Stekkjarhvammi 29 í Hafnarfirði og stefnir að heimflutningi snemma á nýju ári. Húsið hér verður því selt – með eftirsjá - en horft með bjartsýni til nýrra tíma og tækifæra. Sem sagt gott!
Gleðilegt nýár og þökk fyrir gamalt og gott!
Guðsblessun - Óttar
þriðjudagur, desember 23, 2003
Heil og sæl!
Nú er ég í Danmörku við framhaldsnám í bloggi. Hér er kominn svolítill jólasnjór og drengirnir á bænum, Aðalsteinn, Jóhann og Óttar Páll eru komnir í mikla jólastemningu. Því er ekki að neita að dönsk jól hafa sinn sjarma og maður verður svolítið nostalgískur þegar naður rekst á gamaldags danskt jólaskraut í búðunum – t.d. músastiga og samanbrjótanlegar bjöllur eins og við áttum barnaskólafjölskyldan í gamla daga. Nú er sem sagt messa heilags Þorláks en engin skata í veldi Dana. Mér er reyndar alveg sama – ég hef aðeins tvisvar borðaða skötu á Þorlák svo þetta er engin hefð “for mit vedkommende” svo maður sletti nú aðeins!!!
Gleðileg jól og megið þið njóta farsældar á nýju ári.
Guðsblessun í bæinn
Óttar
Nú er ég í Danmörku við framhaldsnám í bloggi. Hér er kominn svolítill jólasnjór og drengirnir á bænum, Aðalsteinn, Jóhann og Óttar Páll eru komnir í mikla jólastemningu. Því er ekki að neita að dönsk jól hafa sinn sjarma og maður verður svolítið nostalgískur þegar naður rekst á gamaldags danskt jólaskraut í búðunum – t.d. músastiga og samanbrjótanlegar bjöllur eins og við áttum barnaskólafjölskyldan í gamla daga. Nú er sem sagt messa heilags Þorláks en engin skata í veldi Dana. Mér er reyndar alveg sama – ég hef aðeins tvisvar borðaða skötu á Þorlák svo þetta er engin hefð “for mit vedkommende” svo maður sletti nú aðeins!!!
Gleðileg jól og megið þið njóta farsældar á nýju ári.
Guðsblessun í bæinn
Óttar